Eitt lítið jólakvöld

Vogaskóli

8. desember

Eitt lítið jólakvöld, er orðin jólahefð – sem hefur verið með misjöfnu sniði ár hvert. Í þetta sinn verður afslappað andrúmsloft, hátíðleikinn á sveimi og áhersla á stund sem hentar öllum aldri. Boðið verður uppá heitt súkkulaði, kaffi og smákökur á meðan Sædís og gestir flytja vel valin jólalög, þennan annan sunnudag aðventunnar.

Hugurinn í ár reikar til þeirra sem fallnir eru frá, og mikilvægi þess að njóta og hlúa hvert að öðru. Miðaverði er stillt í hóf, til að sem flestir geti notið samverunnar og mun ágóði fara til Píeta samtakanna.

Fram Koma:
Sædís Sif Harðardóttir
Ásdís Líf Harðardóttir
Sigurður Pétur Sveinbjörnsson
Tómas Guðmundsson
Karl Johan Brune

Sérstakir gestir: Barnakór Vogaskóla (Jóhanna Halldórsdóttir, kórstjóri)

Píanóleikari: Heiðar Óli Guðmundsson

Gítarleikari: Georg Ingi Kulp

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger