Benni Hemm Hemm & Kórinn á Granda 101

Grandi 101

29. nóvember

Bilað kvöld, sjúklega sterkt, fallegt, eitursvalt og sauðvenjulegt; allt eins og best verður á kosið!
- Hildigunnur Birgisdóttir

Eins og að fá krem á hjartað.
- Auður Jónsdóttir

Benni Hemm Hemm & Kórinn slógu rækilega í gegn á síðasta ári með sviðsverkinu Ljósið & ruslið auk samnefndrar plötu. Hópurinn er þekktur fyrir einstaka sviðsframkomu en hann dansar á mörkum þess að vera band eða kór sem stendur fyrir tónleikum eða sviðsverkum. Föstudaginn 29. nóvember standa Benni Hemm Hemm & Kórinn fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Granda 101 þar sem fluttir verðir nýir slagarar í bland við gamla.

Kórinn hefur víkkað út landhelgi sína og kemur nú fram með hljómsveit sem skipuð er kórmeðlimum, sem leika á bassa, fiðlu, harmonikku og þverflautu.

Kórinn var stofnaður í ársbyrjun árið 2024 og er samstarfsverk Benna Hemm Hemm, Ásrúnar Magnúsdóttur og kórmeðlima. Benni Hemm Hemm útsetur verk fyrir Kórinn sem samanstendur af um 30 konum úr öllum áttum og Ásrún sem sviðshreyfingar. Sumir kórmeðlimir eru tónlistarkonur og/eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur. Svona stór kvennakór af svona ólíkum konum hefur mjög margt að segja við áhorfendur og áheyrendur sína.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger