Velsældarþing

Harpa

8. maí

Miðaverð frá

15.000 kr.

Velsældarþing 2025 fer fram dagana 8. og 9. maí í Hörpu

Árlegt Velsældarþing í Reykjavík er mikilvægur vettvangur samræðna og samvinnu meðal stjórnmálamanna, leiðtoga fyrirtækja, fræðimanna og sérfræðinga á heimsvísu þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velsældar og lífsgæða almennings á breiðum grunni.

Velsældarþingið leggur áherslu á að finna nýjar leiðir sem frábrugðnar hinni hefðbundu nálgun út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.  

Lykilumfjöllunarefni Velsældarþingsins eru meðal annars samræming fjárlaga við velsældarmarkmið, þróun velsældarmælikvarða og hvernig velsældarhagkerfi getur stutt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Velsældarþingið er haldið í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur. Þingið er skipulagt af embætti landlæknis með styrk frá Evrópusambandinu. Auk fyrirlestra og umræðna verður boðið upp á ýmsa áhugaverða hliðarviðburði fyrir gesti þingsins sem tengjast velsæld.  

Fyrsta Velsældarþingið í Reykjavík var haldið árið 2023.

Verð á þingið er 15.000 kr. og fylgja léttar veitingar. Í kaupferli miða er hægt að bæta við hádegisverði ásamt öðrum hliðarviðburðum.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger