Níels er Napoléon

Hannesarholt

8. - 29. mars

Miðaverð frá

7.900 kr.

Hver var Napóleon? Hver er Níels? Níels er Napóleon.   

"Níels er Napleon" er lífleg leiksýning og vegleg vínsmökkun. Láttu leiða þig í töfrandi ferðalag um söguslóðir Napóleons þar sem þú kynnist keisaranum í gegnum keiminn. Tres amusant og tres charmant leiksýning úr smiðju Gunnars S. Jóhannessonar í fórum Níelsar.

Níels Girerd er hálfur frakki sem þráir það eitt að vera heill. Í þessari bráðfyndnu sýningu setur Níels sig í hlutverk franskasta man sögunnar, sem var þó ekki franskur. Níels túlkar fátæka föðurlandsinnan, ástríðufulla elskhugann, hershöfðingjann, keisarann og útlagann. Níels Thibaud Girerd er Napoleon

Við finnum keiminn af hafi, púðri, löðrung, kynlífi og Korsíku í gegnum vín keisarans. Í þessari vínsmökkun fá áhorfendur að bragða á ljúffengu frönsku víni og heyra fánýttan fróðleik um konungsfólk, byltingarsinna og samferðafólk Napoleons í þessari veglegu vínsmökkun. 

Einnig verður hægt að koma sér í réttu stemninguna með franskri óvissuferð í borðstofunni á fyrstu hæð fyrir sýningu. Athugið að panta þarf matinn á tix.is og borðhald hefst kl. 18:00.

„Si vous escomptez avoir du succès dans le monde, promettez tout, ne donnez rien.“  (Ef þér viljið ná árangri í þessum heimi, skuluð þér öllu lofa og ekkert efna.) -  Napóleon I, keisari Frakka.

Níels er Napoleon

eftir Gunnar S. Jóhannesson

Leikstjóri: Gunnar S. Jóhannesson

Leikari: Níels Thibaud Girerd

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger