© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
29. mars
Miðaverð frá
3.894 kr.
Töfrandi tónlistarheimur Taylor Swift kemur til Íslands í magnaðri sýningu bresku söngkonunnar Xenna í Hörpu.
Um er að ræða stórkostlega tveggja klukkustunda tónlistarveislu með öllum helstu smellum stjörnunnar, fullkomnuð með frábærum dönsurum og hljómsveit sem og magnaðri sviðsframkomu. Sýningin tekur áhorfendur í spennandi ferðalag um ótrúlega viðburðaríkan feril Taylor Swift, frá uppvaxtarárum hennar í sveit til stórborgarlífsins.
Söngkonan Xenna er gríðarlega hæfileikarík og nær á lýtalausan hátt að fanga rödd og öfluga sviðsframkomu Taylor Swift sem hafa gert hana að hæst launuðustu stórstjörnu á tónlistarsviði heimsins í dag.
Xenna mun hrífa áhorfendur í Hörpu með lögum Taylor Swift eins og Love Story, Blank Space, We Are Never Ever Getting Back Together, Anti-Hero, Look What You Made Me Do, Shake It Off.
Sama á hvaða aldri þú ert eða hvort sem þú ert dyggur aðdáandi Taylor Swift eða einfaldlega hefur yndi af góðri tónlist þá er Taylor Swift by Xenna stórkostlegur tónlistarviðburður sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.
Tvennir tónleikar, 35% afsláttur á öllum verðsvæðum fyrir 12 ára og yngri á fjölskyldutónleika kl. 15.