© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
4. janúar
Sala hefst
1. nóvember 2024, 10:00
(eftir 12 klukkustundir)
80 ára afmælistónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni
Þann 4. janúar næstkomandi fögnum við 80 ára afmæli einhvers ástsælasta tónlistarmanns Íslands, Gunnars Þórðarsonar, sem hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.
Til að flytja öll helstu verk Gunnars á þessum tónleikum hefur landslið söngvara og tónlistarmanna verið kallað til. Flytjendur eru: Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinsdóttir, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefanía Svavarsdóttir, Eiríkur Hauksson, Dísella Lárusdóttir og Júníus Meyvant
Stórhljómsveit ásamt strengja- og blásturssveit undir dyggri stjórn Þóris Úlfarssonar er þeim til halds og trausts og hver veit nema óvæntur gestur komi í heimsókn.
Missið ekki af þessari einstöku afmælisveislu þar sem allt verður lagt undir til að skemmta þér og þínum með einstökum tónlistarperlum Gunnars Þórðarsonar.