80 ára afmælistónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni

Dægurflugan

4. janúar

80 ára afmælistónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni

Þann 4. janúar næstkomandi fögnum við 80 ára afmæli einhvers ástsælasta tónlistarmanns Íslands, Gunnars Þórðarsonar, sem hefur á löngum ferli áunnið sér ómældar vinsældir og virðingu með tónsmíðum á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros og Vetrarsól svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur Gunnar einnig samið heila óperu, óperuna Ragnheiði, sem á sínum tíma sló öll aðsóknarmet hjá Íslensku óperunni, en fjölbreytileiki tónsmíða þessa mikla meistara er með ólíkindum.

Til að flytja öll helstu verk Gunnars á þessum tónleikum hefur landslið söngvara og tónlistarmanna verið kallað til. Flytjendur eru: Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinsdóttir, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefanía Svavarsdóttir, Eiríkur Hauksson, Dísella Lárusdóttir og Júníus Meyvant

Stórhljómsveit ásamt strengja- og blásturssveit undir dyggri stjórn Þóris Úlfarssonar er þeim til halds og trausts og hver veit nema óvæntur gestur komi í heimsókn.

Missið ekki af þessari einstöku afmælisveislu þar sem allt verður lagt undir til að skemmta þér og þínum með einstökum tónlistarperlum Gunnars Þórðarsonar.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger