© 2024 Tix Miðasala
Háteigskirkja
•
1. desember
Þeir sem hafa farið á tónleika með Palla og Moniku hörpuleikara, vita að hlustandinn kemur út betri manneskja á eftir. Jólaplatan þeirra "Ljósin Heima" kom út árið 2003, eða fyrir rúmlega 20 árum síðan. Á efnisskránni eru jólalög sem Palli og Monika hafa spilað mikið undanfarna tvo áratugi, auk þekktustu popplaga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu, strengjasveit og kórinn Huldur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar.
Háteigskirkja opnar kl. 16.30 á fyrri tónleikana og kl. 19.30 á seinni tónleikana. Frjálst sætaval. Páll Óskar gengur syngjandi meðal áhorfenda og nándin er mikil þar sem aðeins eru seldir um 300 miðar á hvora tónleika.
Gleðilega hátíð og njótið vel.