Tjarnarbíó

2. - 3. maí

Miðaverð frá

2.900 kr.

„Í okkar Eden er lykt af píku og nýslegnu grasi, og hrúga af hálfétnum eplum í horninu. Það er eitthvað skrítið við okkar Eden, eitthvað á ská, eitthvað óþægilegt. Adam & Eva eru ekki að leika hlutverkin sín eins og þau hafa alltaf gert.“

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir kafa ofan í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin fötlunarparadís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér.

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður, aktívisti og sviðslistakona sem hefur m.a. rannsakað kynverund og unað í lífi fatlaðs fólks. Fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár var Embla tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2023.

Nína Hjálmarsdóttir er sviðshöfundur, fræðimaður og menningarrýnir. Nína stofnaði leikhópinn Sálufélagar árið 2015 sem hafa framleitt ýmis verk fyrir svið, ásamt því að vera einn stofnandi og framleiðandi hinsegin klúbbakvöldanna Sleikur. Rannsóknir Nínu í listsköpun og fræðum eru á vettvangi afnýlenduvæðingar og hinsegin fræða í listum, sem oft staðsetja Ísland og Norðrið í nýlendusamhengi.

Borgið það sem þið ráðið við

Miðaverð á sýninguna er ýmist 2.900 kr., 4.900 kr. eða 6.900, eftir því sem áhorfendur telja sig ráða við. Veljið það verð sem ykkur finnst eiga best við.

Höfundar & leikarar: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir & Nína Hjálmarsdóttir

Dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Danshöfundur: Rósa Ómarsdóttir

Framleiðandi: Davíð Freyr Þórunnarson, MurMur Productions

Sviðshönnuður: Tanja Huld Levý og Sean Patrick O'Brien

Tónskáld: Ronja Jóhannsdóttir

Ljósmynd og hönnun veggspjalds: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir & Elís Gunnars

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger