© 2025 Tix Miðasala
Freyvangur
•
21. desember
Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á.
Þetta jólaævintýri er hugljúf jólasaga sem segir söguna af barni sem kemur óvænt í heiminn og var í raun ekki gert ráð fyrir. Ólátabelgur er frábrugðin öðrum í fjölskyldunni og hefur hvorki hlutverk né tilgang innan fjölskyldunnar.
Það að vera öðruvísi en allir í kringum sig og falla ekki inní hópinn getur verið erfitt, því þarf Ólátabelgur að hafa fyrir því að finna sinn stað innan fjölskyldunnar.
Tónlistin létt og skemmtileg og er samin af Eiríki Bóassyni sérstaklega fyrir verkið. Söngtextarnir mjög frumlegir og eru samdir af Helga Þórssyni.
Leikstjóri er Jóhanna S. Ingólfsdóttir.
Sýningin er einungis rúmur klukkutími að lengd með hléi, svo hún henntar frábærlega fyrir yngstu kynslóðina.