heyrist í mér? - Tónleikar með Elínu Hall

IÐNÓ

29. nóvember

Elín Hall heldur tónleika til að fagna útgáfu plötunnar heyrist í mér? í Iðnó þann 29. nóvember kl. 20:00. 

Elín gaf út plötuna heyrist í mér? fyrir að verða ári síðan og má segja að heyrst hafi vel í henni síðan. Platan hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, átti þrjú lög í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og hlaut Kraumsverðlaun og viðurkenninguna plata ársins á Grapevine tónlistarverðlaununum. 

Tónleikarnir verða þakklætisvottur hennar fyrir þær frábæru viðtökur sem platan hefur hlotið. Elín mun því stíga á stokk ásamt hljómsveit í Iðnó þann 29. nóvember kl. 20:00 og spila (að minnsta kosti) plötuna í gegn. 

“Ég verð voða meyr að líta til baka og sjá hversu margt hefur breyst í mínu lífi frá því ég samdi plötuna - en einnig yfir þeim viðbrögðum sem ég átti eftir að fá. Ég kann að meta hver og ein skilaboð, hverja og eina spilun, samtölin og ykkur sem mætt hafa á tónleika víðsvegar um landið. Platan mín varð fyrst að listaverki þegar hún tengdi okkur saman. Svo takk fyrir mig, takk fyrir allt, takk fyrir að heyra í mér.”

Sjáumst í Iðnó <3

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger