Edith Piaf

Hof

17. nóvember

Minning goðsagnarinnar, söngstjörnunnar og manneskjunnar Edith Piaf (1915-1963) er heiðruð á þessum tónleikum. 

Piaf átti óvenjulega ævi; hún ólst upp meðal vændiskvenna og glæpamanna í skuggalegum hverfum Parísar en komst á stóra svið helstu tónleikahúsa heimsin þar sem hún heillaði áheyrendur með sérstakri rödd og einstakri túlkun. Edith Piaf var sterk kona sem var stolt af fortíð sinni og uppruna, og átti í fjölmörgum litríkum ástarsamböndum sem höfðu mikil áhrif á hana og tónlistarflutning hennar. 

Piaf er ekki ókunnug Íslendingum, söngleikir um hana voru settir upp hjá Leikfélagi Akureyrar 1985 og í Þjóðleikhúsinu 2004 við miklar vinsældir. Piaf var þekkt fyrir lög eins og La vie en rose(1946), Hymne à l'amour(1949), Milord(1959) og Non, je ne regrette rien(1960). Mörg fleiri af hennar þekktustu lögum verða flutt á þessari ógleymanlegu stund. 

Einsöngvari er Erla Dóra Vogler, Kvennakórinn Embla syngur og valinkunnir hljóðfæraleikarar leika með undir stjórn Roars Kvam.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger