© 2025 Tix Miðasala
Hitt Húsið
•
30. október
Komdu í hryllilega óperugöngu í Elliðaárdal þann 30. október og láttu leiða þig á milli skelfilegra söngatriða, þar sem hrollkvartett, deyjandi kvennabósi, útburðir, vofur og afturgöngur í orðsins fyllstu merkingu, gleðja og hrella með söng og annarri tónlist.
Hrollurinn hefst í Hinu húsinu og hentar fyrir unga sem aldna.
Ekki gleyma gæsahúðinni heima ef þú þorir að mæta!