Pottþétt 90's með Hinsegin kórnum

Guðríðarkirkja

16. nóvember

Hinsegin kórinn býður ykkur að ferðast aftur í tímann, allt aftur til tíunda áratugs síðustu aldar, sem flestir þekkja sem næntís (90s) tímabilið.

Hver man ekki eftir dásamlegum tískuslysum eins og þykkbotna skóm, buxum niður á rass, mínípilsum og flannel skyrtum? Kórinn mun flytja fjölbreytt lög frá þessum tíma, allt frá strákasveitum og glimmeri, yfir í grunge tónlist.

Við ætlum að gera þessum skemmtilega áratug góð skil með bæði íslenskum og erlendum lögum.

Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir og undir spilar Birgir Þórisson píanóleikari.

Með okkur verður svo hinn eini sanni Páll Óskar!

Tónleikarnir verða haldnir í Guðríðarkirkju þann 16. nóvember klukkan 16:00. Miðar kosta 6500 krónur og fást á tix.is. Þið þekkið þetta – hik er sama og tap!

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger