Pottþétt 90's með Hinsegin kórnum

Guðríðarkirkja

16. nóvember

Miðaverð frá

6.500 kr.

Hinsegin kórinn býður ykkur að ferðast aftur í tímann, allt aftur til tíunda áratugs síðustu aldar, sem flestir þekkja sem næntís (90s) tímabilið.

Hver man ekki eftir dásamlegum tískuslysum eins og þykkbotna skóm, buxum niður á rass, mínípilsum og flannel skyrtum? Kórinn mun flytja fjölbreytt lög frá þessum tíma, allt frá strákasveitum og glimmeri, yfir í grunge tónlist.

Við ætlum að gera þessum skemmtilega áratug góð skil með bæði íslenskum og erlendum lögum.

Með okkur verður svo hinn eini sanni Páll Óskar!

Tónleikarnir verða haldnir í Guðríðarkirkju þann 16. nóvember klukkan 16:00. Miðar kosta 6500 krónur og fást á tix.is. Þið þekkið þetta – hik er sama og tap!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger