Sígild jól

Seltjarnarneskirkja

5. desember

Miðaverð frá

8.800 kr.

Tónleikarnir Sígild jól eru dásamleg upplifun í upphafi aðventunnar þar sem ríkir hátíðleg og vinaleg stemning. Þetta er í fimmta sinn sem tónleikarnir fara fram og því er það orðin hefð margra tónleikagesta að sækja tónleikana í aðventunni. Tónleikarnir fara fram í Seltjarnarneskirkju. Nokkrir af okkar fremstu sígildu söngvurum koma fram en það eru þau Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran.


Á dagskránni er góð blanda af fallegum jólasöngvum og -sálmum ásamt nokkrum vel völdum sígildum söngvum sem eru allt frá barokk-tímabilinu fram til dagsins í dag. Má þar nefna perlur eins og Ave Maríur, Con te partero, Pie Jesu, Walking in the air, Ó helga nótt og Heims
um ból.


Jón Bjarnason leikur á orgel og Ólöf Sigursveinsdóttir leikur á selló.


Listrænn stjórnandi tónleikanna er Sigríður Ósk Kristjánsdóttir.


Tilvitnun í ánægða tónleikagesti fyrri ára:
„Yndislegir tónleikar, frábær söngur, gleði og vinátta.“
„Hátíðlegt og nærandi fyrir sálina.“


Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Seltjarnarneskirkju, sem opnar kl. 19:30 og það er frjálst sætaval.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger