Kertaljós og klæðin rauð

IÐNÓ

8. desember

Kertaljós og klæðin rauð

Söngkonurnar Ösp Eldjárn og María Magnúsdóttir syngja hugljúf íslensk jólalög í lágstemmdum og notalegum búning á tónleikum í Iðnó þann 8. desember, korter í jól. Tónleikarnir bera yfirskriftina Kertaljós og klæðin rauð, þar sem hljómsveitin flytur jólalagaperlur síðustu áratuga og margar þeirra í nýjum búningi. Á dagskrá verða sönglög Ellýar Viljhjálms, Þriggja á palli og Ingibjargar Þorbergs reiddar fram ásamt fleiri uppáhalds jazz og jólalögum hljómsveitarinnar. Hljómsveitina skipa ásamt Maríu og Ösp þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á kontrabassa og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Húsið opnar kl 19.00 og tónleikarnir hefjast kl 20.00 í Iðnó, Reykjavík

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger