Sense - LÓKAL

IÐNÓ

13. - 17. nóvember

Miðaverð frá

1.900 kr.

Í verkinu Samara Editions hannar Kate öskju sem inniheldur safn hluta sem örva skynfærin og

er ætlað að opna og umbreyta upplifun okkar af hversdagslegum atburðum.

Verkið samanstendur af þremur hlutum: ilmupplifun sem gæti komið þér til að efast um það

hvaða dýrategund þú tilheyrir, í samstarfi við ilmlistamanninn Nathan Taare, athöfn sem breytir

hjartanu í þér í diskókúlu, og spilastokki fyrir skynfærin sem mun skapa óvænt tengsl milli

ókunnugra handa, með myndskreytingum eftir Mariu Guiliu Chistolini, öðru nafni Accappatoio.

Settið er mjög einfalt og handhægt. Hægt er að taka þátt á eigin spýtur eða deila upplifuninni.

Okkur er boðið að láta eigin líkama (og annarra) koma okkur á óvart – að hlusta, rannsaka og

leika okkur að skilningarvitunum.

„Samara Editions – sviðslistaverk í pósti“ bjóða listafólki að skapa ný verk sem hægt er að

senda út með pósti. Þegar þú kaupir miða á Samara færðu öskju sem inniheldur allt sem þarf til

að upplifa frumsýningu á þínum eigin forsendum, í eigin rými. Þú ert í senn listamaður og

áhorfandi. Taktu þér góðan tíma, skoðaðu innihald öskjunnar. Ekkert liggur á og það er engin ein

rétt leið.

Eftir að hafa unnið með Chiöru Bersani, Tamöru Cubas og Jennu Sutala að verkum sem sýnd

voru meðal annars á Spielart í Munchen, í Black Box Theatre í Osló, Kampnagel í Hamborg og

Spring Festival í Utrecht hafa Samara nú pantað nýtt verk eftir Kate McIntosh. Kate McIntosh

skapar verk á fjölbreyttu formi, meðal annars gjörninga, leiksýningar, vídeóverk og innsetningar.

Í verkum Kate birtast gjarnan bæði húmor og tenging við vísindi og tilraunir. Hún stjórnast af

viðvarandi hrifningu sinni á því að nota hluti á rangan hátt og að skapa gáskafull tengsl milli

áhorfenda.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger