Komdu um jólin með Jólabjöllunum

Sykursalurinn

28. nóvember

Miðaverð frá

4.500 kr.

Jólabjöllurnar snúa aftur með stórskemmtilega jólatónleika 28. nóvember kl. 20:30 í Sykursalnum!

Jólabjöllurnar, sönghópurinn sem hefur heillað landsmenn í meira en áratug, heldur áfram að færa ykkur óhefðbundna jólastemmningu með sínum einstaka jólasöng. Þær hafa á undanförnum árum sérhæft sig í að lífga upp á uppáhalds jólalög landsmanna með frumsömdum textum sem kitla hláturtaugarnar. Á tónleikunum þann 28. nóvember verður eingöngu flutt efni af dónaprógramminu þar sem allt er leyfilegt.

Sérstakur gestur kvöldsins er Andri Ívars, uppistandari og gítarsnillingur, með sína einstöku blöndu af tónlist og húmor. Andri hefur slegið í gegn með tilþrifamiklum gítarleik sínum og bráðskemmtilegu uppistandi.

Eins og venjulega verður hið æsispennandi happdrætti á sínum stað, þar sem ýmsir veglegir vinningar eru í boði. Einnig munu Jólabjöllurnar bjóða upp á varning á staðnum – fullkomið tækifæri til að grípa nokkrar frumlegar jólagjafir.

Allir textar eru á íslensku - Öll velkomin - Við bendum þó á að þessir tónleikar henta ekki börnum.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Sykursalnum og eiga skemmtilegt kvöld saman!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger