© 2024 Tix Miðasala
Íslenski Rokkbarinn
•
7. nóvember
Alvöru uppistand með tveimur fallegum grínistum.
ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLSSON er húsgagn í íslensku uppistandssenunni. Sigraði Fyndnasti Maður Íslands 2007 og hefur síðan þá leikið í fullt af grínmyndum, stjórnað útvarpsþáttum og ferðast um heiminn með uppistandið sitt. Uppistandið hans hefur verið sýnt á öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum, og hefur hann meðal annars komið fram með Bill Burr, Frank Hvam, Maria Bamford og Pablo Francisco.
SIGURÐUR ANTON er verðlaunaður uppistandari og leikstjórinn bak við myndir eins og 'Webcam' og 'Einskonar Ást'. Hann var stór partur af uppistandssenu Reykjavíkur 2013-2016 en tók svo pásu fyrir kvikmyndagerðina. Hann sneri loksins aftur á svið á síðasta ári, betri en nokkurntímann áður.