Stórtónleikar til styrktar BUGL

Grafarvogskirkja

14. nóvember

Stórtónleikar Fjörgynjar – stuðningur við BUGL


Þetta er í 20 skiptið sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar verkefna líknarsjóðs Fjörgynjar.

Fyrstu styrktartónleikar Fjörgynjar voru haldnir árið 2003 og á hverju ári síðan hefur fjöldi landskunnra tónlistarmanna ávallt gefið vinnu sína til verkefnisins. Nú í ár munu eftirfarandi tónlistarfólk koma fram:

Karlakór Grafarvogs (Íris Erlingsdóttir stjórnar),
Einar Örn Magnússon,
Rebekka Blöndal,
Systur (Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur),
Guðrún Árný Karlsdóttir,
Gissur Páll Gissurarson,
Ellen
Páll Óskar

Kynnir er hinn landsþekkti Ólafur Páll Gunnarsson

Undirleikarar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir, Ásgeir Jón Ásgeirsson,
Einar Bjartur Egilsson, Eyþór Ingi Eyþórsson, Magnús Þór Sveinsson, Matthías Stefánsson og
Andrés Þór Gunnlaugsson

Fjörgyn leggur ríka áherslu á að beita sér fyrir velferð barna og unglinga. Í gegnum tíðina hefur klúbburinn stutt margvísleg verkefni, fyrir yfir 150 milljónir á núvirði. M.a. hefur Fjörgyn fyrst og fremst stutt við Barnaspítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Fjölmargir aðrir aðilar hafa einnig notið stuðnings frá klúbbnum, m.a. Ungmennafélagið Fjölnir, Ljósið, Skátafélagið Vogabúar, Stuðlar, Sólheimar, SPOEX, Umhyggja o.fl.

Mörg undanfarin ár hefur Fjörgyn einnig gefið veglegar matargjafir eða innkaupakort til þurfandi fjölskyldna í Grafarvogi í samstarfi við Grafarvogkirkju og Íslensku Kristskirkjuna.

Án stuðnings fjölmargra aðila þar á meðal ykkar sem sækið tónleikana væri þetta ekki mögulegt.

Miðar eru einnig seldir við inngang

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger