Kvintett Jóels Pálssonar

Hannesarholt

14. nóvember

Kvintett Jóels Pálssonar í Hannesarholti 14. nóvember kl 20

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson mætir í Hannesarholt með kvintett sinn sem skipaður er einvalaliði tónlistarmanna en á spennandi efniskrá tónleikana verða frumsamin verk Jóels í forgrunni. Jóel Pálsson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar.  Jóel hefur gefið út sjö plötur með frumsaminni tónlist auk fjölda platna sem sem hann hefur unnið í samstarfi við aðra. Hann hefur komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum. Kvintett Jóels skipa Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó, Hilmar Jensson á gítar, bassaleikarinn Birgir Steinn Theodórsson og Magnús Trygvason Elíassen á trommur.

Gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg. Tónleikarnir hefjast kl 20, húsið opnar 19.30 og miðaverð er 4.900kr.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger