Kvintett Jóels Pálssonar

Hannesarholt

14 November

Ticket prices from

ISK 4,900

Kvintett Jóels Pálssonar í Hannesarholti 14. nóvember kl 20

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson mætir í Hannesarholt með kvintett sinn sem skipaður er einvalaliði tónlistarmanna en á spennandi efniskrá tónleikana verða frumsamin verk Jóels í forgrunni. Jóel Pálsson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar.  Jóel hefur gefið út sjö plötur með frumsaminni tónlist auk fjölda platna sem sem hann hefur unnið í samstarfi við aðra. Hann hefur komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum. Kvintett Jóels skipa Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó, Hilmar Jensson á gítar, bassaleikarinn Birgir Steinn Theodórsson og Magnús Trygvason Elíassen á trommur.

Gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg. Tónleikarnir hefjast kl 20, húsið opnar 19.30 og miðaverð er 4.900kr.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger