Gyða Valtýsdóttir - EPICYCLE

Harpa

20. nóvember

Miðaverð frá

7.990 kr.

“Eins og fallegur draumur” - Morgunblaðið

Gyða Valtýsdóttir kemur fram ásamt tónlistarfólki í fremstu röð á einstökum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu.

Gyða Valtýsdóttir, selló og söngur

Daníel Friðrik Böðvarsson, gítar
Kjartan Sveinsson, píanó
Ólafur Björn Ólafsson, trommur/slagverk
Skúli Sverrisson, bassi
Úlfur Hansson, hljóðgervill
Frank Aarnink og Júlía Mogensen, kristalsglös
Kliður kór, bakraddir

Á þessum einstöku tónleikum fléttar Gyða saman hið forna og hið nýja. Heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds sem ásamt fleirum eiga tónlist á margrómuðu plötu hennar, Epicycle II.

Titill plötunnar, Epicycle, er sóttur í heimsmynd Ptólemaíosar, sem lýsir vel tónlistarheimi Gyðu – víðfeðmur alheimur fullur af tilfinningalegri dýpt. Sem einn af stofnefndum múm hefur Gyða átt farsælan feril í fjölmörgum samstarfsverkefnum á sviði lista, komið fram á sviðum um allan heim og samið kvikmyndatónlist. Árið 2019 hlaut hún hin virtu Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, þar sem dómnefndin lýsti henni sem „mikla sérstöðu sem flytjandi og nærvera hennar á sviði er bæði heillandi og einstök – óræð en jafnframt kraftmikil.“

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að upplifa heillandi og djúpan tónlistarheim Gyðu Valtýsdóttur í lifandi flutningi.

Viðburðarhaldari:
marvaða

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger