© 2025 Tix Miðasala
Höfuðstöðin
•
6. febrúar
Miðaverð frá
4.900 kr.
Þann 10. október kl. 20 stíga Elva Dögg og Snjólaug Lúðvíks á svið og skemmta gestum frameftir kveldi.
Elva Dögg og Snjólaug hafa lengi verið meðal fyndnustu uppistandara landsins og hér stíga þær á stokk til að skapa eitt heljarinnar bullkvöld fyrir Höfuðstöðina.
Elva Dögg hefur hlotið einróma lof fyrir sýninguna sína Madame Tourette þar sem hún fjallar á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi.
Uppistandssýning Snjólaugar var sýnd á Rúv síðustu jól og vakti mikla athygli fyrir stórskemmtilega nálgun hennar á skilnaðarorku, Tinder, barneigum og sæði.
Nú þramma þær á svið með brandara sem enginn má láta framhjá sér fara - nema börn og leiðinlegt fólk.
Namaste.
Miðasala er hafin og það fylgir drykkur hverjum miða. Húsið opnar kl. 19.