Rachmaninoff fyrir selló og píanó

Hannesarholt

19. október

Miðaverð frá

4.900 kr.

Kitty Kovács píanóleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari spila sónötu í g-moll op.19 eftir Sergei Rachmaninoff (1873-1943). Verkinu hefur verið lýst sem sinfóníu fyrir selló og píanó, bæði vegna þess aðþað er samið í sinfónísku formi en líka þar sem efniviðurinn er þykkur og stórbrotinn fyrir bæði hljóðfærin. Sónatan er óvenjuleg að því leyti að það er gjarnan píanóið sem kynnir ný stef og nýja kafla verksins og síðan tekur sellóið við með ýmist stærri eða skrautlegri útgáfu stefjanna. Verkið var frumflutt af sellóleikaranum Anatoliy Brandukov og Rachmaninoff sjálfum þann 2. desember árið 1901. Að auki leika Kitty og Þórdís hina frægu Vocalísu Rachmaninoffs.

Tónleikarnir verða í Hljóðbergi, sal Hannesarholts. Gengið er inn frá Skálholtsstíg

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger