DesignTalks 2025

Harpa

2. apríl

Miðaverð frá

18.900 kr.

DesignTalks 2025

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu undir þemanu Uppspretta.

DesignTalks hefur verið lykilviðburður HönnunarMars frá upphafi og er sá stærsti á sínu sviði hér á landi. Að venju mun stórkostlegur hópur hönnuða, arkitekta og skapandi hugsuða koma fram og án efa þenja ímyndunaraflið.

Það er enn að bætast í hópinn en staðfestir fyrirlesarar eru arkitektinn Lina Ghotmeh, sem lýsir nálgun sinni sem „fornleifafræði framtíðar” og Ferdinando Verderi, sem er creative director sem ber ábyrgð á sumu af róttækasta myndmáli tískuheims síðasta áratugar með brautryðjandi aðferðum í auglýsingagerð. Heimspekingurinn Emanuele Coccia, sem leiðir okkur um hverfulleika tilveru okkar og samband við fagurfræði og arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir, fjölhæfur sérfræðingur með frumkvöðlaviðhorf og áherslu á að vinna að breytingum í arkitektúr og mannvirkjagerð. Hönnuðurinn Fernando Laposse fjallar um verk sem takast á við og upphefja handverksarfleifðir frumbyggjasamfélaga og Lilja og Ingibjörg Birgisdætur, Fischersund listasamsteypunni segja fjölskynjunarsögur af fortíð í nútíð sem hreyfa við öllum skynfærum.
„Við leitum í uppsprettuna fyrir innblástur og endurskoðun. Horfum um öxl og stöldrum við til að hefja okkur til flugs á ný.” - Hlín Helga, listrænn stjórnandi DesignTalks

Miðaverð á DesignTalks;
Fyrir félagsmenn: 18.900 kr
Fyrir almenning: 20.900 kr.

Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi og Þura Stína Kristleifsdóttir framleiðir fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.



Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger