© 2024 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
16. október
Í þessari einföldu en mögnuðu nýsirkussýningu er tekist á við hversdagslega hnúta í samskiptum og samböndum, ófyrirsjáanleika lífsins, ástina, sívaxandi þreytu og tímann sem flæðir hjá í endurtekinni glímu við þyngdaraflið.
Húmor, hreinskilni, sirkuslistir og sviti blandast hér í sýningu sem snertir á sammannlegri reynslu og upplifunum.
Sænska sirkuslistafólkið Henrik og Louise eru ekki aðeins partner-akróbatar, en eru auk þess lífsförunautar, með öllu sem því fylgir; hversdegi, börnum, áhyggjum, ánægju. Þau hafa skapað þessa sýningu sem talað getur til fólks á ýmsum skeiðum lífsins. Henrik er einn af stofnendum Cirkus Cirkör, og þau komu síðast fram á Íslandi í sýningu Cirkör, Wear it like a Crown, sem sýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins á sirkushátíðinni Volcano 2013.
Sýningin hentar fyrir 13 ára og eldri.
Sýningin Korobka í Tjarnarbíó er hluti af viðburðaröð sirkuslistafélagsins Hringleiks, Side-Flipp, sem er upptaktur að sirkushátíðinni Flipp festival sem fram fer vorið 2025.
Flipp festival er styrkt af Barnamenningarsjóð. Koma þeirra til landsins er hluti af verkefninu ARTiculate Network sem unnið er í samstarfi við Baltic Nordic Circus Network.
Korobka
A contemporary circus duet
By untangling the knots of relationships and navigating the unpredictable course of processes, the artists capture time in its fleeting moments and challenge the rules of gravity.
In the sublime simplicity of everyday life, they discover the vibrant pulse of love, and in Sisyphean movements, they sculpt time into their own rhythm, where the shadow of exhaustion is interwoven into their work.
With subtle humour, honesty and sweat, the performance touches on relatable universal experiences.
Swedish circus artists Henrik & Louise are not only partner acrobats, they are life partners, and have created this performance that can resonate with people at different time periods in their life.
Having co-founded the well known Cirkus Cirkör, they visited Iceland last time in 2013, when they performed on the big stage of Borgarleikhúsið as part of Cirkör’s performance Wear it like a Crown at Volcano Circus Festival in Reykjavík.
The performance is suitable for people 13 years or older.
The event is part of Hringleikur’s event series Side-Flipp, which serves as a prelude to the Flipp Festival - a circus festival taking place in the spring of 2025. Flipp Festival is supported by the Barnamenningarsjóður Children's Culture Fund. Their trip to Iceland is part of the circus pedagogic development project ARTiculate Network, coordinated by Baltic Nordic Circus Network.