Jazzkvartett Iris Kramer

2 viðburðir

Miðaverð frá

3.500 kr.

Jazzkvartett Iris Kramer
Jazztónleikar verða haldnir í Hjálmakletti í Borgarnesi, og í sal Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi sem hluti af Menningarmánuðinum október í Árborg. Iris Kramer, trompetleikari og tónskáld er Íslandsvinur í orðsins fyllstu merkingu, en hún bjó og starfaði við kennslu og spilamennsku á Vestfjörðum í nokkur ár og ferðast um landið á hverju ári. Hún hefur komið víða við á sínum tónlistarferli, stofnaði á sínum tíma fyrsta bigband eingöngu skipað konum en síðari árum hefur hún sinnt tónsmíðum í auknum mæli og það var á viðburði sem helgaður var konum í jazztónlist sem Henriette Thorunn bassaleikari, nýútskrifuð úr jazzdeild tónlistarháskólans í Frankfurt, kynntist tónlist Irisar. Upp úr því var stofnaður kvartett sem hélt fyrstu tónleikana í Hamborg vorið 2023 og nú eru fjöldi spennandi verkefna framundan. Tónlistin er létt og leikandi sveifla undir áhrifum frá íslenskri náttúru, veðurfari og menningu. Kvartettinn flytur að mestu frumsamið efni, en einnig íslenska tónlist. Sérstakur gestur á tónleikum er Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona sem er Sunnlendingum að góðu kunn, hóf tónlistarnám sitt við T.Á. og kenndi þar um árabil. Þær Iris hafa áður starfað saman í Þýskalandi og er hluti efniskrárinnar úr sameiginlegri smiðju þeirra.

Tónleikarnir eru styrktir af Þýska sendiráðinu á Íslandi, Íslendingafélaginu í Hamborg,  Menningarsjóður FÍH og Jazzbüro Baden Württemberg.

Fram koma:
Iris Kramer, trompet, Flügelhorn
Hlín Pétursdóttir Behrens, söngur
Henriette Thorunn, kontrabassi, rafbassi
Jonas Oppermann, píanó
Jan Hauf, slagverk

Dagsetningar og staðsetningar:31. október - Tónlistarskóli Árnesinga, Eyrarvegi 9, 800 Selfoss1. nóvember - Hjálmaklettur, Borgarbraut 54, 310 Borgarnesi

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger