© 2024 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
5. október
5 STUTTMYNDIR GERÐAR Á SÓLARHRING
Dægurflugur er norskt-íslenskt samstarfsverkefni sem gengur út á það að koma ólíku listafólki saman til að skapa sýningar á sólarhring. Þetta er í annað sinn sem verkefnið er haldið á Íslandi.
Í ár munu rúmlega 100 ungir listamenn koma saman og búa til 5 stuttmyndir á sólarhring sem verða sýndar í Bíó Paradís við hátíðlega athöfn. Myndirnar eru gerðar frá A til Ö á þessum 24 tímum; handrit, framleiðsla, tónlist, tökur, klipp sem gerir verkefnið einstakt.
Eftir sýningu myndanna, færum við okkur á Kornhlöðuna, þar sem tvær hljómsveitir flytja tónlist sem hefur verið gerð frá grunni á 24 tímum. Kvöldinu lýkur á DJ setti.
Allir þátttakendur og skipuleggjendur verkefnisins vinna í sjálfboðavinnu og markmið verkefnisins er að stuðla að samfélagshugsun og samvinnu í menningarlífinu.
Norski sjálfboðaliðahópurinn Døgnfluer var stofnaður árið 2014 og hefur síðan þá komið fólki saman sem deilir ástríðu á menningu til að skapa saman tónleika, kvikmyndir, danssýningar, leiksýningar, list, grín og söngleiki. Allt gert á 24 klukkustundum.