© 2024 Tix Miðasala
Akranes
•
26. október
MIÐAHAFAR FÁ AFHENT ARMBÖND og prentaða dagskrá á Lögheimili eignamiðlun (skólabraut 26) á hátíðardag.
HEIMA-SKAGI er tónlistarhátíð sem haldin er í tengslum við menningarhátíð Skagamanna, Vökudaga sem standa frá 24. október til 3. nóvember í ár.
Á hátíðinni sem fer fram laugardaginn 26. október koma fram 12 listamenn/hljómsveitir sem spila tvisvar sinnum flestir í 12 mismunandi húsum. Eitt kvöld, 24 tónleikar í það heila í 12 húsum.
Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks; Skólabraut 20 (Guðni og Lilja), Vesturgata 45 (Kristján og Margrét) og Grundartún 8 (Elfa og Pálmi) ofl - en líka t.d í Bíóhöllinni, í Akraneskirkju, í gamla Iðnskólanum, gamla leikfimihúsinu við Vesturgötu og í Blikksmiðju Guðmundar sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar, já og á rakarastofu Hinna (sem erlíkast til í minnsta húsi Akraness).
Þetta er einstök hátíð þar sem nándin við listafólkið er mjög mikil. Fyrsta HEIMA-SKAGA hátíðin var haldin 2019 með sex atriðum og það hefur alltaf selst upp.
Fjallabræður opna hátíðina á lágstemmdum nótum í kirkjunni klukkan 19.30 þar sem hátíðin verður formlega sett með stuttri athöfn.
Síðan byrja tónleikar hér og Þar klukkan 20.00 og standa til 23.00.
Lokatónleikar HEIMA-SKAGA í ár verða í Bíóhöllinni frá 23.15-?? þar sem Fjallabræður ætla að hafa hátt.
Þau sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru:
KK
Ylja
Jónfrí
Elín Hall
G.G. Blús
Fjallabræður
Jón Ólafsson
Spacestation
Bíó-tríó Andreu Gylfa
Sigurður Guðmundsson
Anna Halldórs og Davíð Þór
Hector Meriles Trio (s-Ameríka)