Jólatónleikar Ylju - Kaffi Flóra

Kaffi Flóra

14. desember

Þann 14. desember munu þær Bjartey og Gígja vinda sér í jólagallann og halda niður í Laugardal þar sem að Jólatónleikar Ylju verða haldnir á hinum einstaka og huggulega stað Kaffi Flóru.

Það verður engu til sparað í jólagleði og góðri stemningu hjá stelpunum að vanda og því tilvalið að hverfa frá jólaamstrinu um stund, koma sér vel fyrir í hlýjunni og gróðursældinni á Kaffi Flóru og njóta ljúfra jólatóna með góðan drykk í hönd.

_Ath! Kaffi Flóra verður með léttan tónleikamatseðil og opnar tveimur tímum fyrir tónleika.
_

Borðapantanir fara fram á netfanginu keli@floran.is

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger