© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
13. nóvember
Þorgrímur Jónsson kvartett
Flytjendur
Rögnvaldur Borgþórsson, gítar
Tómas Jónsson, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Um tónleikana
Bassaleikarinn Þorgrímur Toggi Jónsson er jazzáhugamönnum að góðu kunnur og hefur leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna um árabil. Á þessum tónleikum mætir hann með kvartett sinn sem stóð að útgáfu hljómplötunnnar “Hagi”. Sú plata fékk glymrandi góðar viðtökur víðsvegar um heim og fékk meðal annars 4 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Efnisskráin er því helguð tónlistinni af fyrrgreindri plötu ásamt því sem ný lög verða á dagskrá.
Auk Þorgríms eru með honum gítarleikarinn Rögnvaldur Borgþórsson, píanó- og allskonarleikarinn Tómas Jónsson og Magnús Trygvason Eliasen á trommur.