© 2024 Tix Miðasala
Dómkirkjan í Reykjavík
•
13. desember
Miðaverð frá
6.990 kr.
Í hjarta vetrarins, þegar logandi ljósadýrðin skín inn um glugga Dómkirkjunnar og kyrrðin fyllir sálina, bjóðum við ykkur á jólatóleika Sycamore tree. Í hátíðleika og hlýju ætlum við njóta himneskrar tónlistar sem sameinar okkur í gleði og friði.
Ágústa Eva og Gunni Hilmars munu ásamt fríðum flokki spila lögin sín sem hafa hljómað á öldum ljósvakans síðustu árin ásamt uppáhalds jólalögum sínum í fallegum útgáfum eins og þeirra er einum lagið.
Komdu og upplifðu einstaka kvöldstund, þar sem tónlist og tilfinningar sameinast í einum hljóm, þar sem hver nóta lýsir upp skammdegið og færir okkur nær gleði jólanna. Leyfðu tónlistinni að fylla þig af friði og fegurð á þessum dýrðlega desemberkvöldi í miðborginni.
Tónleikarnir hefjast 19.30. Húsið opnar kl 19.00.