© 2025 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
8. - 21. mars
Miðaverð frá
4.900 kr.
Grátbroslegur söngleikur um óttann
„Skíthrædd” - er tragíkómískur sjálfsævisögulegur söngleikur eftir Unni Elísabetu, sem deilir persónulegum sögum úr lífi sínu. Unnur sýnir í verkinu hvernig áskoranir lífsins, hvort sem þær tengjast líkamlegum kvillum, kvíða eða lífshamlandi hræðslu eru ekki óyfirstíganlegar. Unnur tekur þetta alla leið og sýnir það að ef þú getur breytt lífshamlandi hræðslu í Broadway-númer þá er allt mögulegt. Hún leikur, dansar og syngur sig í gegnum hræðsluna og nýtir tónlist til að klífa skelfilegustu fjöllin.
Með henni á sviðinu til halds og trausts eru Annalísa Hermannsdóttir og Einar Lövdahl Gunnlaugsson.
Tónlistastjóri er Halldór Eldjárn.
Sýningin er í leikstjórn Katrínar Halldóru Sigurðardóttur.