© 2024 Tix Miðasala
Dómkirkjan í Reykjavík
•
11. október
Miðaverð frá
5.900 kr.
Apparat Organ Quartet og Dómkórinn í Reykjavík sameinuðu krafta sína í Dómkirkjunni eina kvöldstund í febrúar síðastliðnum. Vegna mikils fjölda áskorana stendur til að endurtaka leikinn þann 11. október næstkomandi. Í rúma klukkustund frá klukkan 21.00 mun rafmagnaður hljóðheimur Apparatsins umlykja ómþýðan söng Dómkórsins. Fluttir verða sígildir ópusar AOQ auk þess sem hljómsveit og kór fallast í faðma í einstökum hljóðheimi gamalla sálma á nýjum belgjum. Þá verða og flutt verk samin sérstaklega af þessu tilefni ásamt kórverkinu Orphic Hymn eftir Jóhann Jóhannsson, einn stofnfélaga Apparat Organ Quartet. Að lokum sameina kórinn og orgelkvartettinn krafta sína í lofsöng svo undir tekur í Dómkirkjunni.
Apparat Organ Quartet skipa þeir Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn sem leika á misrafmögnuð orgel og hljóðgervla, og Arnar Geir Ómarsson sem leikur á slagverk.
Stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.