© 2024 Tix Miðasala
Sykursalurinn
•
23. október
Miðaverð frá
49.900 kr.
Viltu efla þekkingu þína á englafjárfestingum? Lærðu að stíga fyrstu skrefin og setja þér stefnu og markmið með hjálp reyndra englafjárfesta.
Þessi fagviðburður er sérstaklega hannaður til þess að kynna núverandi og verðandi fjárfestum fyrir grunnatriðum í englafjárfestingum. Með aðstoð reyndra englafjárfesta, þar á meðal "englafjárfesti ársins 2024" í European Business Angel Network, munu þátttakendur læra að setja sér stefnu og markmið þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum.
IceBAN - íslenskir englafjárfestar eru nýstofnuð félagasamtök fyrir englafjárfesta sem hafa það göfuga markmið að efla umsvif englafjárfestinga á Íslandi. Þar á meðal viljum við fjölga fjárfestum sem hafa áhuga á að fjárfesta á þessu grunnstigi í fjármögnun fyrirtækja og komast í tæri við efnileg fyrirtæki og spennandi tækifæri í gegnum IceBAN.
Á fagviðburðinum færðu að kynnast englafjárfestingum á skemmtilegan og fræðandi hátt og mynda þína persónulegu stefnu og markmið í englafjárfestingum. Markmiðið með viðburðinum er einnig að þú kynnist öðrum fjárfestum og eflir tengslanetið þitt sem og að heyra hvernig samtök eins og IceBAN geta stutt við þína fjárfestingavegferð.
Eftirtaldir erlendir og innlendir sérfræðingar munu deila þekkingu og reynslu og gefa þér innsýn í umhverfi englafjárfestinga á Íslandi sem og erlendis.
Jesper Jarlbæk - stjórnarformaður DanBAN og "Business Angel of the year 2024 - EBAN"
Ragnheiði H. Magnúsdóttir - stofnandi Nordic Ignite, englafjárfestir, ráðgjafi og meðstjórnandi IceBAN
Jón Ingi Bergsteinsson - stofnandi og stjórnarformaður IceBAN, tæknifrumkvöðull og englafjárfestir
Rita Anson - secretary General hjá NorBAN og englafjárfestir
Svava Björk Ólafsdóttir - stofnandi og framkvæmdastjóri IceBAN, sérfræðingur í nýsköpun og stofnandi RATA
DAGSKRÁ
8.30-9.00: Skráning og kaffi
9.00-9.10: IceBAN býður gesti velkomna
9.10-10.00: Englafjárfestingar: hugmyndafræðin, ferlið og íslenska vistkerfið
Jón Ingi og Svava Björk, IceBAN - íslenskir englafjárfestar
10.00-10.15: Hlé
10.15-11.30: Englafjárfestir verður til: hvernig setur maður sér stefnu og markmið?Fyrirlestur á ensku með Jesper Jarlbæk, stjórnarformanni DanBAN og "Business Angel of the year 2024" hjá EBAN
11.30-12.15: Hádegisverður og hraðstefnumót
12:15-13.30: Vinnustofa: mótun og uppfærsla á þinni stefnu sem englafjárfestir
13.30-13.45: Hlé
13.45-14.45: Pallborðsumræður með englum frá NorBAN, DanBAN og IceBAN: hvernig ratar maður í umhverfinu og hvað getum við lært frá hinum norðurlöndunum?
Jón Ingi stýrir umræðunni með Jesper Jarlbæk (DanBAN), Rita Anson (NorBAN) og Ragnheiði Magnúsdóttur (Nordic Ignite & IceBAN)
14.45-16.00: Reynslusögur frá englum og frumkvöðlum: afhverju eru englafjárfestingar svona mikilvægar?
Fjórir leynigestir deila reynslusögum úr umhverfinu
15.45-16.00: Kveðja frá IceBAN, takk fyrir í dag
16.00 - 17:30: Tengslamyndun, veitingar og kokteilar
Við hvetjum þátttakendur að kanna hvort þeir eigi rétt á endurgreiðslu úr starfsmenntasjóði hjá sínu stéttarfélagi.