© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
10. - 27. apríl
Miðaverð frá
4.500 kr.
Marglaga leikvöllur skynjunar
Soft Shell býður áhorfendum inn í einkennilegan undraheim þar sem hið lífræna mætir hinu
vélræna. Íbúar hans kanna umhverfi sitt og hvort annað af næmni og mýkt og okkur er
leyft að fylgjast með tvíræðum samskiptum sem verða til þegar nánd og umhyggja
byggja á kerfum og mynstrum frekar en tilfinningum.
Listræna teymi verksins sækir innblástur í fagurfræði og inntak ASMR myndbanda
og skoðar í gegnum þá linsu hvort og hvernig sé hægt að vekja upp sömu tilfinningar
í samhengi lifandi flutnings þar sem líkamar mæta mismunandi áferðum, litum og
formum. Verkið veltir upp spurningum um merkingu og merkingarleysi, um
innihaldslausa nánd, leiki án ánægju, samkennd án tengsla, veruleika án
raunveruleika.
Katrín Gunnarsdóttir er margverðlaunaður danshöfundur sem hefur tekið þátt í
fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða erlendis og hlotið fjölmörg
verðlaun og viðurkenningar. Katrín hefur mest unnið verk fyrir svið en einnig
innsetningar í söfnum og óhefðbundnum rýmum. Síðustu ár hefur Katrín unnið
að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun,
síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk.
Danshöfundur og listræn stjórnun: Katrín Gunnarsdóttir
Skapað í samstarfi við dansara: Ásgeir Helgi Magnússon, Saga Kjerúlf Sigurðardóttir
Leikmynd- og búningahönnuður : Eva Signý Berger
Ljósahönnuður: Jóhann Friðrik Ágústsson
Hljóðhönnuður: Brett Smith
Dramatúrgísk ráðgjöf: Rósa Ómarsdóttir
Mynd: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Grafík: Sveinn Steinar Benediktsson
Framleiðandi: Heba Eir Kjeld
Í uppfærslu: Katrín Gunnarsdóttir/Menningarfélagið Tær
Með stuðningi frá: Ásmundarsalur, Reykjavík Dance Festival & Dansverkstæðið, Listaháskóli
Íslands, wpZimmer, Theatre ROXY.
Styrkt af: Sviðslistasjóði, launasjóði sviðslistafólks og Reykjavíkurborg
Um fyrri verk:
"Tregafullt, einlægt, sárt og blítt, – allur skalinn, eins og manneskjan **** " -Mbl,
NH, um Crescendo 2018
"Ég hreifst með og mátti vart blikka augum til að missa ekki af neinu. Þróun hreyfinganna var
hæg og yfirveguð, svo nálgaðist fullkomnun." -hugras.is, um Crescendo 2018
“Eins og af öðrum heimi…hárbeitt samfélagsrýni **** ” SGM – fbl, um Þel, 2019
https://www.katringunnarsdottir.com/ ?
An artificial landscape of sensorial strangeness
Soft Shell is a duet created with and performed by Ásgeir Helgi Magnússon and Saga Kjerulf
Sigurðardóttir, set in an artificial landscape. In Soft Shell, two inhabitants practice intimacy
through intricate patterns and affective labour, looking for a voyeuristic safe haven for their
soft encounters.
Drawing from the aesthetics and content of ASMR videos, Soft Shell explores how and if
these sensations can be evoked as bodies interact with sound and installations that play with
various textures, shapes, colors and different levels of transparency. The audience is invited
into a quiet, strange world where they are allowed to witness ambiguous and uncanny
relations, playful unhappiness and artificial empathy.
Katrín Gunnarsdóttir is an multi award-winning Icelandic choreographer, whose work
focuses on soft encounters, using embodied listening and affective labour of the dancer to
create intricate choreographic landscapes. Katrín creates work for stage but also creates
installations in galleries, museums and public spaces. Her performances have been shown
across Iceland and in Europe.
Concept and choreography: Katrín Gunnarsdóttir
Created with and performed by: Ásgeir Helgi Magnússon, Saga Kjerúlf Sigurðardóttir
Set Design and Costume : Eva Signý Berger
Light design: Jóhann Friðrik Ágústsson
Sound design: Brett Smith
Dramaturgical Advice: Rósa Ómarsdóttir
Photo: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Graphic design: Sveinn Steinar Benediktsson
Dramaturgical Advice: Rósa Ómarsdóttir
Producer: Heba Eir Kjeld
A production of: Katrín Gunnarsdóttir/Menningarfélagið Tær
With the support of: Ásmundarsalur, Reykjavík Dance Festival & Dansverkstæðið, Iceland
University of the Arts, wpZimmer, Theatre ROXY.
Funded by: Iceland Performing Arts Funding, Artists´ Salary Fund and City of Reykjavík
About previous works:
“Crescendo is bittersweet, sincere, painful and tender – the whole emotional scale like the
human being.” NH – mbl ****
“Thel is an experience that gives you peace and hope of a better world” SGM – fbl ****