Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk

Hlégarður

3. nóvember

Miðaverð frá

4.500 kr.

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans í Hlégarði sunnudaginn 3. nóvember.

T_ónlistar_- og sögustund með hljómsveitinni Djúpalæk, þar sem tónum og tali verður beint að textagerð Kristjáns frá Djúplæk við íslensk dans- og dægurlög.

Á milli laga veltir Halldór Gunnarsson, sem kynntist Kristjáni náið í bernsku, upp spurningum á borð við:

Hvers vegna dýfði skáldið tánum í lágmenninguna með þessum hætti?Hvaða augum leit Kristján áhrifamátt dægurlagatexta?- Hvernig var litið á þetta framtak skáldsins af ólíkum hópum?- Hvernig birtast bernskuslóðir skáldsins og lífsviðhorf í textum hans?- Hver var hans pólitíska sýn?- Hver voru tengsl hans við lagahöfunda?- Hámenning, lágmenning?- Hvenær er texti ljóð og ljóð texti?- Hver er sagan á bak við hvern texta?- Hvernig kall var Kristján?

Hljómsveitina Djúpalæk skipa auk Halldórs sem leikur á harmonikku, píanó og munnhörpu, þau Íris Jónsdóttir, söngkona, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Sigurður Reynisson trommuleikari.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger