© 2024 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
36 viðburðir
Miðaverð frá
9.990 kr.
Tuborg léttöl kynnir Jóla Hólm í Bæjarbíói!
Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm mætir nú þriðja árið í röð í Bæjarbíó með jólaskemmtunina Jóla Hólm. Á undanförnum tveimur árum hafa um tuttugu þúsund manns lagt leið sína í Bæjarbíó á aðventunni til að komast í skemmtilegasta jólagírinn sem boðið er upp á hér á landi.
Jóli Hólm er þannig orðinn órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi þúsunda Íslendinga sem koma ekki jólamatnum niður án þess að hafa átt kvöldstund með Jóla Hólm á aðventunni. Ríkir þá mikil eftirvænting meðal fólks að sjá hvaða leiðir Jóli fer hverju sinni enda er 100% splunkunýtt prógram ár hvert.
Líkt og undanfarin ár er tónlistarsnillingurinn Halldór Smárason frá Grunnavík Sóla til halds og trausts. Halldór hefur enda eignast traustan og góðan aðdáendahóp á undanförnum árum eftir að hafa heillað með sviðsþokka sínum sem nýtur sín hvergi betur en á fjölum Bæjarbíós.
Jóli Hólm er takmörkuð auðlind og undanfarin tvö ár komust miklu færri að en vildu. Því er mikilvægt að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst og láta Jóla Hólm koma ykkur í skemmtilegasta jólagírinn.
Má bjóða þér að byrja kvöldið snemma í ævintýralegu umhverfi á Sól restaurant í tveggja rètta matseðli á sérkjörum fyrir gesti Jóla Hólm?
Borðapantanir hér: https://www.dineout.is/is/solrestaurant?isolation=true
Kjötseðill: 9.880 kr
Fiskseðill: 8.280 kr
Tómatar og burrata
Basil, tómatur, basil, burrata
Grafin bleikja
Gúrka, Gin og tonic, rúgbrauð
Aðalréttir fiskur:
Steinbítur
Romanesco, bagna cauda, perlulaukur
Rauðspretta
Kræklingur, gulbeða, hvítlaukur, pesto
Aðalréttir kjöt:
Kind
Rauðrófa, jarðepli, nautagljái, sinnep
Hross
Seljurót, rósakál, nautagljái jarðepli
Sól er veitingastaður sem staðsettur er inn í lifandi gróðurhúsi, þar sem gestir borða yfir gróskumiklu og blómlegri uppskeru.
Gestir fá því að njóta útsýnis yfir gróðurhúsið þar sem ræktað er salat, tómatar, gúrka og matjurtir fyrir eldhúsið og barinn. Ásamt því að litið er inn í fagurt lónið, svo það er dásamlegt útsýni hvert sem litið er.
Sól leggur metnað sinn í að nota ferskasta hráefnið sem völ er á, þar á meðal grænmeti úr eigin framleiðslu sem gefur gestum beina tengingu við gróðurhúsið.
Hönnun Sól er einstök þar sambland af grænum jurtum, náttúrustein og lifandi viður spila stærstan þátt og býr til náttúrlegt og afslappað andrúmsloft.
Við hlökkum til að taka á móti þér!