© 2024 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
3 sýningar
Miðaverð frá
4.500 kr.
Þrjár prinsessur mætast óvænt og átta sig allar á að þær eru að díla við sama vandamálið. Þær finna ekki prinsinn sinn. Hann ætlaði að vera löngu kominn. Þær nefnilega geta ómögulega lifað hamingjusamlega til æviloka nema hann komi.....eða hvað?
Þeim mun betur sem þær kynnast komast þær betur og betur að því hversu lítið þær þurfa á þessum prinsum að halda. Þær eru sterkar, hæfileikaríkar og klárar stelpur sem geta allt!
,,Hver vill vera prinsessa?" er nýtt verk með söngvum eftir Raddbandið og Söru Martí sem hefur leikstýrt ótal barnaleiksýningum á borð við Karíus og Baktus í Hörpu, Jólaævintýri Þorra og Þuru og síðast Umskiptingnum í Þjóðleikhúsinu.
Raddbandið samanstendur af leikkonum sem eru líka hörkusöngkonur sem mynduðu tríó á covid tímanum. Þær eru Rakel Björk Björnsdóttir, Auður Finnbogadóttir og Viktoría Sigurðardóttir Stefaníudóttir.