© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
11. maí
Miðaverð frá
4.000 kr.
Píanóleikarinn Andrew J. Yang flytur verk frá rómantíska tímabili píanóbókmenntanna, en nákvæm efnisskrá verður kynnt síðar.
Yang er fæddur og uppalinn í Kaliforníu og hefur undanfarin ár stimplað sig vel inn í tónlistarlífið á Íslandi sem einn af áhugaverðari píanóleikurum landsins, eftir að hann flutti fyrir nokkrum árum til Patreksfjarðar. Yang er stofnandi og listrænn stjórnandi Íslensku píanóhátíðarinnar og einnig Alþjóða píanóhátíðar Vestfjarða. Hann hefur komið víða fram, s.s. Auditorium Marcel Landowski (Paris), Musiikkitalo (Helsinki), Jewish Cultural Center (Krakow), Mozarthaus (Vín), Hoheikan (Sapporo), Carnegie Hall (New York City), og tónleikasölum í Llanes og Ribadesella (Spánn). Yang fékk fyrstu verðlaun á þrítugustu International FLAME Piano Competition keppninni í París (2019). Hann hefur einnig hlotið verðlaun frá Piano Award International Competition í Þýskalandi, og Metropolitan International Piano Competition í New York. Árið 2018 hlaut Yang heiðursverðlaunin Hvítu rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö. Yang útskrifaðist með B.A. í hagfræði og B.M. í píanóleik frá Northwestern University árið 2015. Við útskrift með M.M. í píanóleik frá Mannes School of Music í New York árið 2017 hlaut hann Steinway & Sons verðlaunin, sem veitt eru framúrskarandi útskriftarnema. Meðal kennara Yang má nefna hinn virta William Wellborn, Antoinette Perry og Ruth Slenczynska. Yang er fyrrverandi keppnismaður í íþróttum eins og badminton og körfubolta og æfði einnig box til að keppa. Hann býr núna í Reykjavík og er kennari við Tónlistarskólann í Grafarvogi og Tónskóla Sigursveins.
Frekari upplýsingar má finna á www.andrewyangpiano.com.
Nemum og eldri borgurum býðst að kaupa aðgöngumiðann á kr. 3200 í miðasölu Hörpu.