Sváfnir Sig ásamt hljómsveit

Ölver

25. október

Miðaverð frá

4.500 kr.

Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson hefur vakið verðskuldaða athygli á umliðnum árum fyrir lagasmíðar sínar, textagerð og flutning. Hann hefur reglulega átt lög á vinsældarlistum og átt fjölda laga í talsverðri spilun í íslensku útvarpi. Sváfnir hefur nú samið tónlist við gamanleikinn Eltum veðrið sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í haust.

Á þessum tónleikum fer Sváfnir yfir víðan völl, spilar efni af sólóplötum sínum þremur, auk laga frá hljómsveitinni Mönnum ársins og hugsanlega fá nýju leikhúslögin líka að hljóma. Svo verða þau þarna öll á sínum stað: Allt of gamall, Gítarinn, Fólk breytist, Fer sem fer, Líttu aftur, Malbiksvísur, Sópum undir teppið, Loforð um nýjan dag og fleiri og fleiri. Með Sváfni verður einvala lið tónlistarmanna og hver veit nema að óvæntir gestir dúkki upp.

Diddi Guðnason: trommur

Haraldur V. Sveinbjörnsson: bassi

Pálmi J. Sigurhjartarson: píanó

Sigurgeir Sigmundsson: pedal steel og rafgítar

Sváfnir Sigurðarson: söngur og gítar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger