© 2024 Tix Ticketing
Ölver
•
25 October
Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson hefur vakið verðskuldaða athygli á umliðnum árum fyrir lagasmíðar sínar, textagerð og flutning. Hann hefur reglulega átt lög á vinsældarlistum og átt fjölda laga í talsverðri spilun í íslensku útvarpi. Sváfnir hefur nú samið tónlist við gamanleikinn Eltum veðrið sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í haust.