Friðarjól

Salurinn

28. nóvember

Miðaverð frá

11.000 kr.

Kristín Stefánsdóttir mætir aftur í Salinn með jólatónleika sína, Friðarjól. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Stefán Hilmarsson en Unglingakór Kársnesskóla mun einnig syngja með þeim.

Tónleikar Kristínar hafa gjarnan verið rómaðir fyrir afslappað andrúmsloft, metnaðarfullar útsetningar og vandaðan flutning. Kristín hefur sungið sig inn í hjörtu þúsunda landsmanna með einstakri sviðsframkomu og útgeislun. Stefán Hilmarsson er einn dáðasti söngvari þjóðarinnar og því mega gestir eiga von á frábærri skemmtun.

Hljómsveit skipa:

Hlynur Þór Agnarsson, píanó, bakrödd, útsetningar og hljómsveitarstjórn

Ásgeir Jón Ásgeirsson, gítar

Ólafur Hólm Einarsson, trommur

Róbert Þórhallsson, bassi

Haukur Gröndal, saxófónn, klarinett og flauta

Elísabet Ólafsdóttir, bakrödd

Guðrún Óla Jónsdóttir, bakrödd

Eldri borgarar og öryrkjar fá 15% afslátt af miðaverði.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger