© 2025 Tix Miðasala
Borgarleikhúsið
•
3 sýningar
Miðaverð frá
7.300 kr.
HRINGIR ORFEUSAR og annað slúður
Verk eftir Ernu Ómarsdóttur
Goðsögnin um listamanninn Orfeus hefur lifað um aldir. Sögur um ást hans til Evridísar, ferðalög til undirheima, um ævintýri hans og Argóarfaranna og um samneyti hans við Bakkynjurnar eru til í ýmsum útgáfum. Þessi vinsæli efniviður rekur þó rætur sínar til enn eldri sagna um gyðjuna Demetru sem sá á eftir dóttur sinni Persefónu í hendur Hadesar.
Í nýju verki Íslenska dansflokkins, “Hringir Orfeusar og annað slúður”, er gerð tilraun til þess að túlka þessar sagnir sem fjalla oftar en ekki um eilífa hringrás vaxtar og hrörnunar og nota til þess aðferðir hinna ýmsu listgreina. Sjónum er beint að umbreytingum, listsköpun og því ferli sem fætt hefur af sér hugmyndina um snillinginn Orfeus – manninn sem dáleiðir allt kvikt með söng sínum og nærist á sorginni.
Hver á „Gullna reyfið?“ Hvaðan koma allir snákarnir? Hefur Evridís yfirleitt áhuga á að snúa aftur til fyrra lífs? Hvernig dansar maður orð eða talar í dansi? Hvernig sjáum við tónlist, heyrum við myndlist, hvernig varð tungumálið til? Og af hverju dönsum við eiginlega í hringi?