© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
11. febrúar
Miðaverð frá
2.000 kr.
Á þessum tónleikum koma fram KUSK & Óviti, Sigrún og CHÖGMA
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
KUSK & Óviti
KUSK & Óviti hafa unnið saman síðan 2021 og eru orðin þekktur dúett í íslensku hljómsveita- og grasrótarlífi. Þau spila svokallað “svefnherbergispopp”, dans-, og indítónlist.og sameina þau bedroom pop, dance music og indie pop í skemmtilega blöndu. Síðustu ár hafa þau spilað ótal tónleika innanlands og eru að gefa út ýmsa tónlist á árinu 2024. Framkoma KUSK og Óvita einkennist af gleði, hlýju og skemmtilegum lögum sem vekja upp tilfinningar eða löngun til að dansa.
Sigrún
Sigrún er hljóðfæraleikari, pródúser og söngvari og hefur unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna og hljómsveita í gegnum tíðina. Hún leiðir saman mörk tilraunkenndrar raftónlistar og popptónlistar og vefur áferðir saman af kostgæfni gegnum þunga takta, kirkjan og klúbburinn verða eitt. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út 5 smáskífur Nýjasta afurðinn er platan “Monster Milk” sem kemur út í september 2024.
CHÖGMA
CHÖGMA er austfirsk þungarokkssveit sem spilar framsækna og fjölbreytta tónlist, frá bjöguðum þungamálmi yfir í mjúkt og tæknilegt rokk. Sveitin varð í þriðja sæti á Músíktilraunum 2024. Hljómsveitina skipa Elísabet Mörk, söngvari og textasmiður, Kári Kresfelder bassa- og hljómgervilsleikari, Jakob Kristjánsson gítarleikari, Jónatan Emil Sigþórsson trommuleikari, og Stefán Ingi Ingvarsson bassa- og gítarleikari