© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
10. desember
Miðaverð frá
2.000 kr.
Á þessum tónleikum koma fram Juno Paul, AfterpartyAngel og sameheads
Juno Paul
Juno Paul spilar blöndu af raftónlist og rokki, en hann hefur getið sér gott orðspor innan íslensku grasrótarinnar, þá helst fyrir kraftmikla og í sumum tilvikum hættulega sviðsframkomu. Juno Paul gaf nýverið út plötuna “Gimp” sem hefur notið vinsælda meðal áheyrenda. Í bandinu er auk Juno Paul trommarinn Rósa Kristinsdóttir.
*** AfterpartyAngel**
Framúrstefnupoppsveitin AfterpartyAngel er verkefni Elísabetar Birtu Sveinsdóttur, gjörninga- og myndlistarmanns, en hljómsveitin byrjaði sem gjörningaverk þar sem engillinn á jörðinni togast milli andlegs tilgangs og jarðneskra kennda. AfterpartyAngel gaf út myrka elektóník á fyrstu EP plötunni „Death Presence“ árið 2020. Tilraunakennda trip hop platan „Keepers“ kom svo út á Heavy Knife Records 2024, þar sem karakterar tilvistarhyggjunnar, ljúfar kenndir og fortíðarþrá eftir gömlum Disney myndum svífa um einhversstaðar milli himins og heljar.