© 2024 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
13 viðburðir
Miðaverð frá
2.300 kr.
Sinfóníuhljómsveitin opnar dyrnar að lokaæfingum á tónleikadegi fyrir flesta áskriftartónleika í gulri, rauðri og grænni tónleikaröð. Hægt er að kaupa aðgang að æfingunum í miðasölu Hörpu og á sinfonia.is. Lokaæfingin hefst kl. 10:00 en aðgangur er takmarkaður við ákveðin sæti í Eldborg á 1. svölum. Þetta er tilvalið tækifæri til að dýpka upplifun og skilning á tónlistinni sem flutt verður á tónleikum um kvöldið.
Tekið skal fram að æfingarnar eru ekki tónleikar, heldur vinnuæfingar og dagskrá þeirra því ekki endilega í fullu samræmi við tónleika kvöldsins.
Aðgangur er 2.300 kr.