Hörpusláttur í Hofi

Hof

23. mars

Miðaverð frá

4.900 kr.

Elísabet Waage og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Í tilefni þess að Hof hefur eignast konserthörpu verða sérstakir hörputónleikar í Hofi þann 23. mars 2025 til að kynna hljóðfærið fyrir forvitnum tónlistaráhugamönnum. Orðið HARPA hefur margvíslega merkingu.  Harpa er vorið. Harpa er skáldgáfan. Harpa er fagurlega formað hljóðfæri margra strengja. Og nú kemur harpan norður. Það eru stór tíðindi að íbúar HOFS hafa loks með styrk frá Akureyrarbæ og KEA eignast konserthörpu sem mun hljóma á þessum tónleikum í einleik og samleik og í nánd við hljóðfærið. Á efnisskránni verða m.a. Debussy: Danses sacrée et profane fyrir hörpu og strengjasveit. Elísabet Waage hörpuleikari leikur ásamt meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Efnisskrá

J.Turina (1882-1949)
Ciclo plateresco fyrir hörpu og píanó                                                          

M.Ravel (1875-1937)
Pavane pour une infante défunte fyrir kammersveit og hörpu

C.Debussy (1862-1918)
Danses sacrée et profane fyrir hörpu og strengjasveit

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger