Víkingur og Yuja Wang: Tveir flyglar

Harpa

20. - 21. október

Miðaverð frá

5.900 kr.

Píanóleikararnir Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang eru bæði meðal skærustu stjarnanna í heimi klassískrar tónlistar og hafa þau hvort um sig lag á því að koma áheyrendum sífellt á óvart með listfengi sínu, framsækni í verkefnavali og ótrúlegu virtúósíteti. Þessir stjörnupíanistar sameina nú krafta sína í fyrsta sinn á einstökum tónleikum þar sem þeim halda engin bönd, enda er efnisskráin bæði litrík og kraftmikil og spannar allt frá angurværri rómantík til leiftrandi tónlistarlegra flugeldasýninga. Á meðal verkanna sem Víkingur og Yuja leika eru hrífandi Sinfónískir dansar Sergeijs Rakhmanínovs í útgáfu tónskáldsins sjálfs fyrir tvo flygla, hin tregafulla og ægifagra Fantasía Franz Schuberts fyrir fjórhent píanó og umritanir Thomasar Adès á Ómögulegum etýðum Conlons Nancarrow, auk fjölda spennandi tónsmíða eftir tónskáld á borð við John Adams, Arvo Pärt og Luciano Berio.

Þetta er í fyrsta sinn sem Yuja Wang kemur fram á Íslandi en tónleikarnir í Eldborg eru upphafið á glæsilegri tónleikaferð þeirra Víkings og Yuju um heiminn, en þau heimsækja síðar tónleikahús á borð við Carnegie Hall í New York, Royal Festival Hall í Lundúnum, Fílharmóníusali Berlínar og Parísarborgar og Walt Disney Hall í Los Angeles.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger